Enski boltinn

Alexis búinn að taka ákvörðun: Vill spila í Meistaradeildinni

Hefur Sanchez leikið sinn síðasta leik í treyju Arsenal?
Hefur Sanchez leikið sinn síðasta leik í treyju Arsenal? Vísir/Getty

Alexis Sanchez, leikmaður Arsenal, sagðist vera búinn að taka ákvörðun um framtíð sína í viðtali við fréttamenn í heimalandi sínu, Síle, en mikið hefur verið rætt um framtíð hans hjá Arsenal.

Sanchez á líkt og Mesut Özil aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Arsenal en hann hefur verið orðaður við Manchester City og Bayern Munchen undanfarnar vikur.

Arsenal missti af sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári í fyrsta sinn undir stjórn Arsene Wenger en Sanchez hefur tekið þátt í þessari sterkustu keppni heims allt frá árinu 2011 er hann gekk til liðs við Barcelona.

„Ég á eitt ár eftir af samningnum en ég vill spila í Meistaradeild Evrópu. Ákvörðunin er ekki í mínum höndum, ég þarf að bíða eftir ákvörðun Arsenal þótt ég sé búinn að ákveða framhaldið hjá mér. Draumur minn síðan ég var lítill krakki er að leika í og vinna Meistaradeildina,“ sagði Alexis.
Fleiri fréttir

Sjá meira