Enski boltinn

Alexis búinn að taka ákvörðun: Vill spila í Meistaradeildinni

Hefur Sanchez leikið sinn síðasta leik í treyju Arsenal?
Hefur Sanchez leikið sinn síðasta leik í treyju Arsenal? Vísir/Getty

Alexis Sanchez, leikmaður Arsenal, sagðist vera búinn að taka ákvörðun um framtíð sína í viðtali við fréttamenn í heimalandi sínu, Síle, en mikið hefur verið rætt um framtíð hans hjá Arsenal.

Sanchez á líkt og Mesut Özil aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Arsenal en hann hefur verið orðaður við Manchester City og Bayern Munchen undanfarnar vikur.

Arsenal missti af sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári í fyrsta sinn undir stjórn Arsene Wenger en Sanchez hefur tekið þátt í þessari sterkustu keppni heims allt frá árinu 2011 er hann gekk til liðs við Barcelona.

„Ég á eitt ár eftir af samningnum en ég vill spila í Meistaradeild Evrópu. Ákvörðunin er ekki í mínum höndum, ég þarf að bíða eftir ákvörðun Arsenal þótt ég sé búinn að ákveða framhaldið hjá mér. Draumur minn síðan ég var lítill krakki er að leika í og vinna Meistaradeildina,“ sagði Alexis.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira