Sport

Ponzinibbio rotaði Gunnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Santiago Ponzinibbio fagnar sigrinum.
Santiago Ponzinibbio fagnar sigrinum. vísir/getty

Frábærlega heppnuðu bardagakvöldi í Glasgow er lokið þar sem Gunnar Nelson varð að sætta sig við mjög svekkjandi tap gegn Santiago Ponzinibbio.

Argentínumaðurinn náði að rota Gunnar með nánast sínu fyrstu höggum í bardaganum. Afar svekkjandi því Gunnar var mjög góður og leit vel út fram að því.

Í næstsíðast bardaga kvöldsins var heimakonan og Íslandsvinurinn Jojo Calderwood gegn Cynthia Calvillo.

Bardagi þeirra var mjög jafn og skemmtilegur en Calvillo vann á stigum. Það líkaði engum og síst Calderwood sem var mjög ósátt við þennan dómaraúrskurð.

Viðtal við Gunnar kemur á Vísi síðar í kvöld.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.