Innlent

Vilja útrýma fátækt og mismunun

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Í kringum þúsund manns sameinuðust um málefni fátækra á Sumarþingi fólksins.
Í kringum þúsund manns sameinuðust um málefni fátækra á Sumarþingi fólksins.
„Við erum bylgja sem á eftir að þrýsta á og breyta málefnalegri forgangsröðun á Alþingi,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem stóð fyrir vel sóttu Sumarþingi í Háskólabíói þar sem málefni fátækra voru í brennidepli.

Samstaða og baráttuandi einkenndu Sumarþingið að sögn Ingu. Hún segist hafa orðið fyrir miklum hughrifum: „Það var mikil bylgja í Háskólabíói. Hátt í þúsund manns stóðu upp og klöppuðu.“

Markmiðið með þinginu var að þjappa fólkinu saman og fá það til að líta út fyrir rammann að sögn Ingu sem segir mikilvægt samfélagshópurinn taki höndum saman um málefni fátækra. Á Sumarþinginu var meðal annars ályktað:

„Að lífeyrissjóðirnir sem eru eign fólksins í landinu, komi þegar í stað að fjármögnun a.m.k. þrjú þúsund, tveggja til þriggja herbergja íbúða fyrir þá sem lægst hafa launin, ásamt því að fjármagna uppbyggingu allra þeirra hjúkrunarheimila sem nauðsynleg eru talin til að uppfylla þá þjónustu sem eldri borgarar þurfa á að halda.“ 

Þá er þess krafist að Íslendingar sameinist um að útrýma fátækt og mismunun.

Inga segir að fundurinn hafi verið ólýsanlegur og er þetta það fyrsta af því sem koma skal.

 

Á þinginu var fjallað um mikilvægi þess að Íslendingar sameinist um að útrýma fátækt og mismunun.Inga Sæland



Fleiri fréttir

Sjá meira


×