Viðskipti innlent

Losar 60 milljarða úr símafyrirtæki

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir.
Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir. vísir/gva

Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hyggst losa sig við 60,8 milljarða króna hlut í pólska fjarskiptafélaginu Play í hlutafjárútboði í kauphöllinni í Varsjá í næstu viku. Útboðið verður það stærsta í sögu Póllands ef frá eru taldar sölur pólskra ríkisfyrirtækja.

Eigendur Play, gríska fjárfestingafélagið Tollerton og Novator, hyggjast selja 48,6 prósent hlutafjár í félaginu í umræddu útboði. Í lok síðustu viku var greint frá því að gengið í útboðinu yrði 36 pólsk slot á hvern hlut og verður söluandvirðið því 4,4 milljarðar slot eða sem jafngildir 124 milljörðum króna. Þar af mun Novator losa sig við 24,2 prósent hlut í Play en hluturinn er metinn á 60,8 milljarða króna samkvæmt útboðsgenginu.

Enn fremur skuldbindur Novator sig til þess að selja ekki fleiri hluti í félaginu í 180 daga eftir útboðið.

Novator fer með rétt tæplega helmings eignarhlut í Play á móti Tollerton.

Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Novator, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og vísaði til opinberra tilkynninga sem Play hefur sent frá sér vegna útboðsins.

Miðað við útboðsgengið er Play, sem er næst stærsta fjarskiptafélag Póllands, metið á 9,1 milljarð slot sem jafngildir 261 milljarði íslenskra króna. Eftir útboðið mun Novator eiga 25,5 prósenta hlut í félaginu að virði 66,6 milljarða króna.

Söluandvirðið í útboðinu verður meðal annars nýtt til þess að greiða niður skuldir Play, en dágóð fjárhæð mun jafnframt renna í vasa eigendanna, Novator og Tollerton. Ekki liggur fyrir hver hún verður.

Play, sem var stofnað fyrir um tíu árum, hefur stóraukið markaðshlutdeild sína á pólskum fjarskiptamarkaði á undanförnum árum. Hlutdeildin var fimm prósent árið 2008 en er nú um 27 prósent. Viðskiptavinir þess eru yfir fjórtán milljónir. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
3,27
17
414.894
HAGA
1,43
4
236.948
SYN
1,32
3
172.368
SJOVA
0,9
6
151.134
EIM
0,72
1
3.616

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-2,33
12
8.146
EIK
-0,85
2
1.002
GRND
-0,58
1
124
SIMINN
-0,33
3
101.686
LEQ
-0,3
1
999