Fótbolti

Íslandsmeistaraefni, foreldrar og Heimir Hallgríms biðu saman eftir töskum

Kolbeinn Tumi Daðason í Hollandi skrifar
Leikmenn Þórs/KA voru í banastuði á Schippol og ætla að nýta tímann í Hollandi vel til æfinga.
Leikmenn Þórs/KA voru í banastuði á Schippol og ætla að nýta tímann í Hollandi vel til æfinga. Vísir/Kolbeinn Tumi
Íslendingar eru byrjaðir að streyma til Hollands þar sem okkar konur mæta Frökkum í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í knattspyrnu á þriðjudagskvöld. Undirritaður var í annarri af tveimur flugvélum Icelandair sem flugu utan til Amsterdam snemma morguns í gær.



Töskurnar létu bíða eftir sér á Schippol flugvellinum í Amsterdam og gafst þá tækifæri til að líta í kringum sig á þá Íslendinga sem voru með í för. Þar mátti meðal annars sjá leikmenn og þjálfara Þórs/KA, toppliðs Pepsi-deildar kvenna, sem verða í æfingabúðum í Hollandi næstu vikuna.

Leikmenn 3. flokks Víkings voru mættar en þær eru sömuleiðis á leiðinni í æfingaferð og ætla um leið að sjá tvo fyrstu leiki Íslands á EM. Foreldrar og fjölskyldur voru hér og þar. Foreldrar landsliðsfyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og miðvarðarins Glódísar Perlu Viggósdóttur voru á svæðinu. 

Þá voru þjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Arnar Bill Gunnarsson mættir, eldhressir, en þeir aðstoða Freyr Alexandersson á Evrópumótinu. Myndir frá Schippol flugvelli í morgun má sjá hér að neðan. 

Reiknað er með því að um 3000 Íslendingar verði á hverjum leik landsliðsins á Evrópumótinu og eiga stelpurnar því von á góðum stuðningi.
 

Gunnar og Guðrún, foreldrar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, eru öll vön þegar kemur að EM í fótbolta. Þetta er þriðja stórmótið sem þau fylgja Söru Björk.Vísir/Kolbeinn Tumi
Víkingsstelpurnar geymdu rauða og svarta búninginn í töskunni og klæddust gulum áberandi boltum með Víkingsmerkinu.Vísir/Kolbeinn Tumi
Arnar Bill Gunnarsson og Heimir Hallgrímsson eru hluti af þjálfarateymi Íslands í Hollandi.Vísir/Kolbeinn Tumi
Glódís Perla á sannarlega sterkt bakland sem er mætt til Hollands.Vísir/Kolbeinn Tumi

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×