Fótbolti

EM í dag: Hollendingar að troða sér fram fyrir

das
das das

Fyrsti þátturinn af EM í dag þetta árið er komið í loftið en nú styttist óðum í fyrsta leik stelpnanna okkar gegn Frökkum í Tilburg á morgun. 

Okkar menn í Hollandi koma víða við í þætti dagsins þar sem hollenskir vegfarendur vinna leiksigur. Samskipti stelpnanna okkar við Herbalife óða Hollendinga á Gyllta túlípananum ber á góma og rætt um Íslendinginn sem Norðmenn nældu sér í á okkar kostnað.

Afmælisbarnið Böddi the great fær sína mínútu af frægð en skiptar skoðanir eru á því hvort hann sé 26 ára eða 62 ára. Hann er hvorugt.

EM í dag má sjá hér að neðan.

Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á FacebookTwitter og Snapchat (sport365).
 


Tengdar fréttir

Næturfrí á EM til að gefa brjóst

Jóhannes Karl Sigursteinsson, hinn sex ára Steinar Karl og hinn sjö mánaða gamli Ýmir voru glaðir í bragði þegar Harpa Þorsteinsdóttir kom í hollenska kotið þeirra í gærkvöldi eftir langan dag með landsliðinu.

Lagði mikið á sig til að ná EM

Sandra María Jessen sleit aftara krossband í mars en lagði ótrúlega mikið á sig til að komast í stand fyrir Evrópumótið og það tókst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira