Handbolti

Selfoss heldur sínum markahæsta manni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elvar hefur framlengt samning sinn við Selfoss um tvö ár.
Elvar hefur framlengt samning sinn við Selfoss um tvö ár. mynd/selfoss

Elvar Örn Jónsson, miðjumaðurinn ungi og efnilegi, verður áfram í herbúðum Selfoss en hann hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið.

Elvar, sem er fæddur árið 1997, hefur verið burðarás í liði Selfyssinga undanfarin ár.

Elvar var markahæsti leikmaður Selfoss á síðasta tímabili en hann skoraði 166 mörk í 27 leikjum í Olís-deild karla. Selfoss endaði í 5. sæti deildarinnar og féll svo úr leik fyrir Aftureldingu í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar.

Elvar er núna staddur með íslenska U-21 árs landsliðinu á HM í Alsír. Fyrsti leikur strákanna er gegn Argentínu á morgun.

Í fréttatilkynningu frá Selfossi segir að frekari frétta af leikmannamálum liðsins sé að vænta á næstu dögum.
Fleiri fréttir

Sjá meira