Fótbolti

Svona búa stelpurnar í Ermelo | Myndir

Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar
Reynsluboltarnir Sandra Sigurðardóttir, Sif Atladóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir slaka á fyrir framan sjónvarpið.
Reynsluboltarnir Sandra Sigurðardóttir, Sif Atladóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir slaka á fyrir framan sjónvarpið. vísir/tom

Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta hafa það gott á glæsilegu lúxushóteli í Ermelo á milli þess sem þær æfa og keppa á EM í Hollandi.

Hótelið er risastórt og þar er allt til alls. Stelpurnar eru með Playstation-tölvu, spil, borðtennisborð, bókasafn, risaskjá og allt til að stytta sér stundir. Svo er hægt að fara í sund og í spa.

Íslenskir fjölmiðlar fengu að heimsækja stelpurnar á hótelið í gær og bæði skoða það og spjalla við stelpurnar.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af aðbúnaði liðsins á hótelinu í Ermelo og neðst er svo myndasyrpa.

Ekki amalegt. vísir/tom
Hægt er að fara í borðtennis í leikjaherberginu. vísir/tom
Hólmfríður Magnúsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Sandra María Jessen fara yfir stöðu mála. vísir/tom
Dagný Brynjarsdóttir í viðtali við Morgunblaðið. vísir/tom

Tengdar fréttir

Næturfrí á EM til að gefa brjóst

Jóhannes Karl Sigursteinsson, hinn sex ára Steinar Karl og hinn sjö mánaða gamli Ýmir voru glaðir í bragði þegar Harpa Þorsteinsdóttir kom í hollenska kotið þeirra í gærkvöldi eftir langan dag með landsliðinu.

Lagði mikið á sig til að ná EM

Sandra María Jessen sleit aftara krossband í mars en lagði ótrúlega mikið á sig til að komast í stand fyrir Evrópumótið og það tókst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira