Fótbolti

Svona búa stelpurnar í Ermelo | Myndir

Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar
Reynsluboltarnir Sandra Sigurðardóttir, Sif Atladóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir slaka á fyrir framan sjónvarpið.
Reynsluboltarnir Sandra Sigurðardóttir, Sif Atladóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir slaka á fyrir framan sjónvarpið. vísir/tom
Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta hafa það gott á glæsilegu lúxushóteli í Ermelo á milli þess sem þær æfa og keppa á EM í Hollandi.

Hótelið er risastórt og þar er allt til alls. Stelpurnar eru með Playstation-tölvu, spil, borðtennisborð, bókasafn, risaskjá og allt til að stytta sér stundir. Svo er hægt að fara í sund og í spa.

Íslenskir fjölmiðlar fengu að heimsækja stelpurnar á hótelið í gær og bæði skoða það og spjalla við stelpurnar.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af aðbúnaði liðsins á hótelinu í Ermelo og neðst er svo myndasyrpa.

Ekki amalegt.vísir/tom
Hægt er að fara í borðtennis í leikjaherberginu.vísir/tom
Hólmfríður Magnúsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Sandra María Jessen fara yfir stöðu mála.vísir/tom
Dagný Brynjarsdóttir í viðtali við Morgunblaðið.vísir/tom

Tengdar fréttir

Næturfrí á EM til að gefa brjóst

Jóhannes Karl Sigursteinsson, hinn sex ára Steinar Karl og hinn sjö mánaða gamli Ýmir voru glaðir í bragði þegar Harpa Þorsteinsdóttir kom í hollenska kotið þeirra í gærkvöldi eftir langan dag með landsliðinu.

Lagði mikið á sig til að ná EM

Sandra María Jessen sleit aftara krossband í mars en lagði ótrúlega mikið á sig til að komast í stand fyrir Evrópumótið og það tókst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×