Sport

Ponzinibbio sigraði Gunnar | Myndasyrpa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ponzinibbio sækir að Gunnari.
Ponzinibbio sækir að Gunnari. mynd/mjolnir.is/sóllilja baltasarsdóttir

Gunnar Nelson beið ósigur fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. Þetta var þriðja tap Gunnars í síðustu sex bardögum.

Gunnar hóf bardagann í gær af krafti og kom nokkrum ágætum höggum á Ponzinibbio.

Argentínumaðurinn lét það ekki á sig fá og sneri bardaganum sér í vil. Hann náði nokkrum þungum höggum á Gunnar og kláraði svo bardagann þegar aðeins 82 sekúndur voru liðnar af honum.

Í samtali við Vísi eftir bardagann sagði Gunnar að Ponzinibbio hefði potað í augað á sér og hann hefði séð tvöfalt eftir það.

Hér fyrir neðan má sjá myndir úr bardaganum sem Sóllilja Baltasarsdóttir tók.


Tengdar fréttir

Gunnar: Ég varð gráðugur

Gunnar Nelson var svekktur út í sjálfan sig er Vísir hitti hann eftir bardagann gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow.

Ponzinibbio: Ég er besti bardagamaður heims

Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio mætir Gunnari Nelson í Glasgow í kvöld. Hann var hvers manns hugljúfi á fjölmiðladeginum. Talaði ágæta ensku en einhverra hluta vegna gekk honum illa að skilja aðra sem töluðu tungumálið. En honum líður vel og er þakklátur fyrir þetta stóra tækifæri.

Sjáðu svipmyndir úr bardaga Gunnars | Myndband

Gunnar Nelson var rotaður af argentínska Santiago Ponzinibbio eftir aðeins 82 sekúndur á UFC 214 bardagakvöldinu í Glasgow í kvöld en þetta var þriðja tap Gunnars á UFC-ferlinum.

Ponzinibbio rotaði Gunnar

Frábærlega heppnuðu bardagakvöldi í Glasgow er lokið þar sem Gunnar Nelson varð að sætta sig við mjög svekkjandi tap gegn Santiago Ponzinibbio.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira