Íslenski boltinn

ÍBV fær framherja frá Íran

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristján Guðmundsson er þjálfari ÍBV.
Kristján Guðmundsson er þjálfari ÍBV. vísir/eyþór

ÍBV hefur samið við íranska framherjann Shahab Zahedi.

Zahedi, sem er 21 árs, er uppalinn hjá Persepolis en lék sem lánsmaður með Machine Sazi fyrr á árinu.

Zahedi lék 12 leiki með Machine Sazi í írönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en tókst ekki að skora.

Eyjamenn sitja í 9. sæti Pepsi-deildar karla með 11 stig, tveimur stigum frá fallsæti.

ÍBV tapaði 6-3 fyrir KA í gær en þetta var þriðja tap liðsins í síðustu fjórum deildarleikjum þess.

Zahedi er kominn með leikheimild hjá ÍBV og gæti leikið sinn fyrsta leik með liðinu þegar sækir Fjölni heim næsta sunnudag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira