Viðskipti innlent

Finndu út hvar á landinu er best að búa

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Húsnæðisverð hefur farið hratt hækkandi hér á landi undanfarin misseri og tekur reiknivél Viðskiptaráðs nú mið af því.
Húsnæðisverð hefur farið hratt hækkandi hér á landi undanfarin misseri og tekur reiknivél Viðskiptaráðs nú mið af því. Vísir/Anton Brink

Viðskiptaráð hefur uppfært reiknivél sína sem ber saman kostnaðinn við það að búa í ólíkum sveitarfélögum. Reiknivélina má finna á vef sem ber yfirskriftina Hvar er best að búa? en hann var opnaður árið 2015.

Í tilkynningu frá Viðskiptaráði nú segir að vefurinn hafi verið uppfærður þar sem fasteignaverð og fasteignamat hefur hækkað á meðan álagningarprósentur fasteignagjalda hafa að mestu leyti staðið í stað.

„Reiknivélin tekur nú tillit til nýjustu talna um álagningarprósentur og skólagjöld sérhvers sveitarfélags á landinu. Fasteignagjöld miðast við nýjasta fasteignamatið, sem tekur gildi áramótin 2017/2018.

Þannig má sjá í hvaða sveitarfélagi er hagkvæmast að búa miðað við tekjur, stærð húsnæðis og fjölda barna í skóla. Þá sýnir reiknivélin fjárhagslega stöðu viðkomandi sveitarfélags,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs en reiknivélina sjálfa má nálgast hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
11,42
18
517.494
MARL
3,85
23
1.096.084
ORIGO
2,37
9
40.243
N1
1,72
3
47.156
SKEL
1,41
6
119.474

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
0
1
18.150