Fótbolti

„Fan Zone“ í Tilburg | Íslenskt tónlistarfólk treður upp

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stuðningsmenn Íslands verða fjölmennir á leiknum í Tilburg á morgun.
Stuðningsmenn Íslands verða fjölmennir á leiknum í Tilburg á morgun. vísir/anton
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því franska í fyrsta leik sínum á EM í Hollandi annað kvöld. Leikurinn fer fram á Koning Willem II vellinum í Tilburg.

Í borginni verður stuðningsmannasvæði, svokallað „Fan Zone“, á Pieter Vreedeplein torginu.

„Svæðið verður opið frá 13:00–20:00 [að hollenskum tíma] og verður nóg að gera þar allan daginn. Það verða hoppukastalar fyrir börnin, sjónvarpsskjáir, drykkir og matur ásamt ýmsum tónlistaratriðum. Einnig verður hægt að spila fótbolta og munu ýmsir „freestyle“ leikmenn mæta á svæðið. Þar má nefna Soufina Touzani, Chaimadame, Nasser El Jackson og Nelson de Kok,“ segir í frétt á heimasíðu KSÍ.

Tónlistaratriðin eru ekki af verri endanum en Glowie, Amabadama og Emmsjé Gauti munu sjá um að skemmta fólki frá 17:30 til 19:00.

Klukkan 19:00 verður lagt í stuðningsmannagöngu á völlinn. Brassband mun spila fyrir stuðningsmenn á leiðinni á völlinn sem er aðeins um 2,5 km frá stuðningsmannasvæðinu. Eftir leik verða svo sérstakir strætóar fyrir þá stuðningsmenn sem tóku þátt í göngunni.

Frétt KSÍ um leik Íslands og Frakklands í Tilburg má lesa með því að smella hér.

Glowie stígur á svið í Tilburg.Vísir/Hanna

Tengdar fréttir

Frumkvöðlar

Það er komið að því. Íslensku fótbolta­stelpurnar eru komnar á sitt þriðja stórmót þar sem þær hefja keppni annað kvöld á móti sterku liði Frakka.

Næturfrí á EM til að gefa brjóst

Jóhannes Karl Sigursteinsson, hinn sex ára Steinar Karl og hinn sjö mánaða gamli Ýmir voru glaðir í bragði þegar Harpa Þorsteinsdóttir kom í hollenska kotið þeirra í gærkvöldi eftir langan dag með landsliðinu.

Lagði mikið á sig til að ná EM

Sandra María Jessen sleit aftara krossband í mars en lagði ótrúlega mikið á sig til að komast í stand fyrir Evrópumótið og það tókst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×