Handbolti

Atli Ævar til Selfoss

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Atli Ævar varð Íslandsmeistari með HK vorið 2012.
Atli Ævar varð Íslandsmeistari með HK vorið 2012. vísir/ernir

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar hefur línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson skrifað undir tveggja ára samning við Selfoss.

Atli Ævar, sem er 29 ára, hefur leikið sem atvinnumaður í Danmörku og Svíþjóð undanfarin fimm ár.

Atli Ævar er uppalinn hjá Þór á Akureyri en gekk í raðir HK árið 2009. Atli Ævar hjálpaði HK að vinna fyrsta og eina Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins vorið 2012.

Eftir það tímabil hélt Atli Ævar í atvinnumennsku og lék fyrst í stað í Danmörku, með SönderjyskE og Nordsjælland.

Þaðan fór Atli Ævar til Eskilstuna Guif í Svíþjóð og svo til Sävehof. Hann var valinn í úrvalslið sænsku úrvalsdeildarinnar á þarsíðasta tímabili. Hann hefur leikið níu A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Selfoss endaði í 5. sæti Olís-deildar karla á síðasta tímabili og tapaði fyrir Aftureldingu í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar.


Tengdar fréttir

Selfoss heldur sínum markahæsta manni

Elvar Örn Jónsson, miðjumaðurinn ungi og efnilegi, verður áfram í herbúðum Selfoss en hann hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið.

Lið í efri hlutanum haft samband við Atla Ævar

Handboltamaðurinn Atli Ævar Ingólfsson er á leið heim vegna fjölskyldu­aðstæðna. Hann er spenntur fyrir deildinni hér heima sem verður mjög sterk eftir heimkomu margra öflugra leikmanna. Ræddi við uppeldisfélag sitt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira