Enski boltinn

Stoðsendingahæsti markvörðurinn leggur hanskana á hilluna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Robinson kláraði ferilinn hjá Burnley þar sem hann lék með Jóhanni Berg Guðmundssyni.
Robinson kláraði ferilinn hjá Burnley þar sem hann lék með Jóhanni Berg Guðmundssyni. vísir/getty

Paul Robinson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands, hefur lagt hanskana á hilluna, 37 ára gamall.

Robinson er uppalinn hjá Leeds United og lék með liðinu til ársins 2004 þegar hann var seldur til Tottenham.

Robinson var í fjögur ár hjá Tottenham áður en hann fór til Blackburn Rovers 2008. Robinson lék með Blackburn í sjö ár. Hann samdi svo við Burnley í janúar 2016 og kláraði ferilinn með liðinu.

Robinson lék 41 landsleik fyrir England og var aðalmarkvörður enska liðsins á EM 2004 og HM 2006.

Robinson lék alls 375 leiki í ensku úrvalsdeildinni, skoraði eitt mark og gaf fimm stoðsendingar. Enginn markvörður hefur gefið jafn margar stoðsendingar í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og Robinson.
Fleiri fréttir

Sjá meira