Fótbolti

Enn þá hægt að fá miða á leiki Íslands á EM

Tómas Þór Þórðarson í Tilburg skrifar
Lausir miðar til að sjá þessar hetjur.
Lausir miðar til að sjá þessar hetjur. vísir/tom

Ekki er of seint að kaupa miða á leiki íslenska kvennalandsliðsins á EM 2017 en fram kemur á heimasíðu KSÍ að sambandið hefur fengið til sölu miða á leiki Íslands í riðlakeppninni.

Sætin eru á meðal stuðningsmanna Íslands á völlunum þremur í Tilburg, Doetinchem og Rotterdam en áhugasamir geta sent fyrirspurn um miða á midasala@ksi.is.

Einnig kemur fram að skrifstofa knattspyrnusambandsins mun opna útibú fyrir leiki Íslands í Hollandi þar sem rekari upplýsingar verða veittar og miðar afhentir.

Skrifstofa KSÍ í Hollandi verður opin á leikdögum, væntanlega í nágrenni við stuðningsmannasvæði (fan zone) en frekari upplýsingar verða birtar á samfélagsmiðlum KSÍ.

Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á FacebookTwitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira