Fótbolti

Enn þá hægt að fá miða á leiki Íslands á EM

Tómas Þór Þórðarson í Tilburg skrifar
Lausir miðar til að sjá þessar hetjur.
Lausir miðar til að sjá þessar hetjur. vísir/tom

Ekki er of seint að kaupa miða á leiki íslenska kvennalandsliðsins á EM 2017 en fram kemur á heimasíðu KSÍ að sambandið hefur fengið til sölu miða á leiki Íslands í riðlakeppninni.

Sætin eru á meðal stuðningsmanna Íslands á völlunum þremur í Tilburg, Doetinchem og Rotterdam en áhugasamir geta sent fyrirspurn um miða á midasala@ksi.is.

Einnig kemur fram að skrifstofa knattspyrnusambandsins mun opna útibú fyrir leiki Íslands í Hollandi þar sem rekari upplýsingar verða veittar og miðar afhentir.

Skrifstofa KSÍ í Hollandi verður opin á leikdögum, væntanlega í nágrenni við stuðningsmannasvæði (fan zone) en frekari upplýsingar verða birtar á samfélagsmiðlum KSÍ.

Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á FacebookTwitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira