Fótbolti

Stelpurnar spila á konunglegum velli á móti Frakklandi | Myndir

Tómas Þór Þórðarson í Tilburg skrifar
Koning Willem II-völlurinn er huggulegur.
Koning Willem II-völlurinn er huggulegur. vísir/vilhelm

Stelpurnar okkar hefja leik á EM á morgun þegar þær mæta Frakklandi á Konunglega Willem II-vellinum í Tilburg í Hollandi. Leikurinn hefst klukkan 18.45 að íslenskum tíma og verður í beinni lýsingu á Vísi.

Völlurinn er ansi huggulegur en hann tekur tæplega 15.000 manns í sæti og er alvöru fótboltavöllur. Stuðningsmenn sitja nálægt vellinum og ætti því að myndast góð stemning.

Eins og nafnið gefur til kynna er þetta heimavöllur fótboltaliðsins Willem II sem spilar í hollensku úrvalsdeildinni. Hann var byggður árið 1995 og endurnýjaður árið 2000. Gamli völlurinn stóð á sama stað en var jafnaður við jörðu árið 1992.

Einn Íslendingur spilar með Willem II en það er hinn 18 ára gamli Kristófer Ingi Kristinsson. Hann spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik á dögunum og skoraði í 9-1 sigri liðsins á Diessen í æfingaleik.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók nokkrar myndir af þessum flotta vell sem má sjá hér fyrir neðan.

Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á FacebookTwitter og Snapchat (sport365).

vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
vísir/vilhelm

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira