Fótbolti

Stelpurnar spila á konunglegum velli á móti Frakklandi | Myndir

Tómas Þór Þórðarson í Tilburg skrifar
Koning Willem II-völlurinn er huggulegur.
Koning Willem II-völlurinn er huggulegur. vísir/vilhelm
Stelpurnar okkar hefja leik á EM á morgun þegar þær mæta Frakklandi á Konunglega Willem II-vellinum í Tilburg í Hollandi. Leikurinn hefst klukkan 18.45 að íslenskum tíma og verður í beinni lýsingu á Vísi.

Völlurinn er ansi huggulegur en hann tekur tæplega 15.000 manns í sæti og er alvöru fótboltavöllur. Stuðningsmenn sitja nálægt vellinum og ætti því að myndast góð stemning.

Eins og nafnið gefur til kynna er þetta heimavöllur fótboltaliðsins Willem II sem spilar í hollensku úrvalsdeildinni. Hann var byggður árið 1995 og endurnýjaður árið 2000. Gamli völlurinn stóð á sama stað en var jafnaður við jörðu árið 1992.

Einn Íslendingur spilar með Willem II en það er hinn 18 ára gamli Kristófer Ingi Kristinsson. Hann spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik á dögunum og skoraði í 9-1 sigri liðsins á Diessen í æfingaleik.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók nokkrar myndir af þessum flotta vell sem má sjá hér fyrir neðan.

Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á FacebookTwitter og Snapchat (sport365).

vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
vísir/vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×