Fótbolti

Theodór Elmar á leið til Tyrklands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elmar fagnar í landsleik gegn Tyrkjum.
Elmar fagnar í landsleik gegn Tyrkjum. vísir/andri marinó

Theodór Elmar Bjarnason er á förum til tyrkneska B-deildarliðsins Elazığspor. Frá þessu er greint á vefsíðunni 433.is.

Elmar er sem stendur án félags en hann yfirgaf AGF fyrr í sumar.

Samkvæmt heimildum 433.is er Elmar nú staddur í Tyrklandi að hnýta alla lausa enda.

Elmar, sem er þrítugur, hefur leikið erlendis frá árinu 2004. Hann hefur leikið með Celtic, Lyn, IFK Göteborg, Randers og nú síðast AGF.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira