Fótbolti

Svona var blaða­manna­fundur Freys og fyrir­liðanna í dag

Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar
Sara, Freyr og Guðbjörg kominn á leikvanginn þar sem blaðamannafundurinn fer fram. Það var létt yfir þeim í sólinni í Tilburg.
Sara, Freyr og Guðbjörg kominn á leikvanginn þar sem blaðamannafundurinn fer fram. Það var létt yfir þeim í sólinni í Tilburg. vísir/Vilhelm

Vísir var með beina lýsingu og beina útsendingu frá blaðamannafundi íslenska kvennalandsliðsins í Tilburg í Hollandi þar sem það mætir Frakklandi í fyrsta leik á EM annað kvöld.

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, og fyrirliðarnir Sara Björk Gunnarsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir sátu fyrir svörum á fundinum sem hefst klukkan 16.30.

Stelpurnar æfa svo á Konunglega Willem II-vellinum klukkan 17.00 að íslenskum tíma eða klukkan 19.00 að staðartíma. Leikurinn verður svo flautaður á klukkan 18.45 að íslenskum tíma á morgun.

Hér að neðan má sjá beina textalýsingu blaðamanns Vísis frá fundinum sem og útsendinguna.

Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á FacebookTwitter og Snapchat (sport365).