Fótbolti

Svona var blaða­manna­fundur Freys og fyrir­liðanna í dag

Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar
Sara, Freyr og Guðbjörg kominn á leikvanginn þar sem blaðamannafundurinn fer fram. Það var létt yfir þeim í sólinni í Tilburg.
Sara, Freyr og Guðbjörg kominn á leikvanginn þar sem blaðamannafundurinn fer fram. Það var létt yfir þeim í sólinni í Tilburg. vísir/Vilhelm

Vísir var með beina lýsingu og beina útsendingu frá blaðamannafundi íslenska kvennalandsliðsins í Tilburg í Hollandi þar sem það mætir Frakklandi í fyrsta leik á EM annað kvöld.

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, og fyrirliðarnir Sara Björk Gunnarsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir sátu fyrir svörum á fundinum sem hefst klukkan 16.30.

Stelpurnar æfa svo á Konunglega Willem II-vellinum klukkan 17.00 að íslenskum tíma eða klukkan 19.00 að staðartíma. Leikurinn verður svo flautaður á klukkan 18.45 að íslenskum tíma á morgun.

Hér að neðan má sjá beina textalýsingu blaðamanns Vísis frá fundinum sem og útsendinguna.

Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á FacebookTwitter og Snapchat (sport365).


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.