Enski boltinn

ESPN: Leipzig ætlar ekki að selja Keïta

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Naby Keïta sló í gegn með RB Leipzig á síðasta tímabili.
Naby Keïta sló í gegn með RB Leipzig á síðasta tímabili. vísir/getty
RB Leipzig ætlar ekki að selja miðjumanninn Naby Keïta til Liverpool, sama hversu mikið enska félagið býður í hann. Þetta herma heimildir ESPN.

Liverpool er á höttunum eftir þessum öfluga 22 ára Gíneumanni sem átti frábært tímabil með Leipzig í vetur. Keïta skoraði átta mörk og gaf sjö stoðsendingar í 31 leik í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

„Við munum ekki fara í viðræður. Við höfum tekið ákvörðun um að enginn af okkar lykilmönnum verði seldur,“ segir heimildarmaður ESPN.

Leipzig endaði í 2. sæti þýsku deildarinnar á síðasta tímabili og ætlar að gera enn betur á því næsta.

Ekki er loku fyrir það skotið að Keïta endi hjá Liverpool en samkvæmt frétt ESPN er hann með klásúlu um riftunarverð upp á 50,9 milljónir punda sem tekur gildi eftir 12 mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×