Enski boltinn

ESPN: Leipzig ætlar ekki að selja Keïta

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Naby Keïta sló í gegn með RB Leipzig á síðasta tímabili.
Naby Keïta sló í gegn með RB Leipzig á síðasta tímabili. vísir/getty

RB Leipzig ætlar ekki að selja miðjumanninn Naby Keïta til Liverpool, sama hversu mikið enska félagið býður í hann. Þetta herma heimildir ESPN.

Liverpool er á höttunum eftir þessum öfluga 22 ára Gíneumanni sem átti frábært tímabil með Leipzig í vetur. Keïta skoraði átta mörk og gaf sjö stoðsendingar í 31 leik í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

„Við munum ekki fara í viðræður. Við höfum tekið ákvörðun um að enginn af okkar lykilmönnum verði seldur,“ segir heimildarmaður ESPN.

Leipzig endaði í 2. sæti þýsku deildarinnar á síðasta tímabili og ætlar að gera enn betur á því næsta.

Ekki er loku fyrir það skotið að Keïta endi hjá Liverpool en samkvæmt frétt ESPN er hann með klásúlu um riftunarverð upp á 50,9 milljónir punda sem tekur gildi eftir 12 mánuði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira