Enski boltinn

Liverpool komið í Fylkislitinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Liverpool-menn kátir í nýja búningnum.
Liverpool-menn kátir í nýja búningnum. vísir/getty

Liverpool frumsýndi í dag þriðja búning liðsins á komandi tímabili.

Þriðji búningurinn er appelsínugulur og minnir um margt á Fylkisbúninginn eða búning hollenska landsliðsins.

Liverpool mun nota þriðja búninginn í þeim tilfellum þar sem ekki verður hægt að nota rauða aðalbúninginn eða varabúninginn sem er hvítur og ljósgrænn.

Fyrsti leikur Liverpool í appelsínugula búningnum verður gegn Crystal Palace í Hong Kong á miðvikudaginn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira