Enski boltinn

Liverpool komið í Fylkislitinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Liverpool-menn kátir í nýja búningnum.
Liverpool-menn kátir í nýja búningnum. vísir/getty

Liverpool frumsýndi í dag þriðja búning liðsins á komandi tímabili.

Þriðji búningurinn er appelsínugulur og minnir um margt á Fylkisbúninginn eða búning hollenska landsliðsins.

Liverpool mun nota þriðja búninginn í þeim tilfellum þar sem ekki verður hægt að nota rauða aðalbúninginn eða varabúninginn sem er hvítur og ljósgrænn.

Fyrsti leikur Liverpool í appelsínugula búningnum verður gegn Crystal Palace í Hong Kong á miðvikudaginn.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira