Innlent

Leikskólabörn læra forritun

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Börnin lærðu að nota tölvumús á fyrsta degi námskeiðsins.
Börnin lærðu að nota tölvumús á fyrsta degi námskeiðsins. visir/skjáskot
Í tæknismiðjunni fá nemendur á aldrinum fjögurra ára til sex ára tækifæri til að leysa hin ýmsu verkefni með tækninni á skapandi máta og læra undirstöðuatriði forritunar í gegnum borðspil, forritun róbóta og með því að leysa þrautir.

Rakel Sölvadóttir, verkefnastjóri Skema í HR, segir forritun eins og tungumál og því sé það gott fyrir börn að vera svona ung þegar þau læra tungumálið.

Fréttir Stöðvar 2 kíkti við á fyrsta degi námskeiðsins þar sem börnin af snertiskjáskynslóðinni lærðu að nota tölvumús, en hún var þeim mörgum algjörlega ókunnug. Viðtöl við upprennandi tölvusnillinga má sjá í myndbandinu að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×