Lífið

Blokk 925: Strákarnir rifust um hvor átti hugmyndina

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Framkvæmdir skotganga í Blokk 925.
Framkvæmdir skotganga í Blokk 925. Skjáskot

Fjórði þáttur af Blokk 925 var sýndur á sunnudagskvöld á Stöð 2 en að þessu sinni réðust teymin í framkvæmdir á baðherbergjum.

Hugmyndir liðanna voru ólíkar og framkvæmdin sömuleiðis. Strákarnir voru með sniðuga lausn á rými fyrir þvottavél en ekki voru þeir þó sammála um hver átti hugmyndina. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum.

Í Blokk 925, sem er í umsjón Sindra Sindrasonar, er fylgst með tveimur vinateymum taka hvort sína íbúðina við Ásbrú í gegn. Markmiðið er að sýna hvernig hægt sé að eignast sitt eigið heimili án þess að borga mörg hundruð þúsund krónur fyrir fermetrann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira