Lífið

Blokk 925: Strákarnir rifust um hvor átti hugmyndina

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Framkvæmdir skotganga í Blokk 925.
Framkvæmdir skotganga í Blokk 925. Skjáskot

Fjórði þáttur af Blokk 925 var sýndur á sunnudagskvöld á Stöð 2 en að þessu sinni réðust teymin í framkvæmdir á baðherbergjum.

Hugmyndir liðanna voru ólíkar og framkvæmdin sömuleiðis. Strákarnir voru með sniðuga lausn á rými fyrir þvottavél en ekki voru þeir þó sammála um hver átti hugmyndina. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum.

Í Blokk 925, sem er í umsjón Sindra Sindrasonar, er fylgst með tveimur vinateymum taka hvort sína íbúðina við Ásbrú í gegn. Markmiðið er að sýna hvernig hægt sé að eignast sitt eigið heimili án þess að borga mörg hundruð þúsund krónur fyrir fermetrann.
Fleiri fréttir

Sjá meira