Fótbolti

Rúnar Alex og félagar byrja tímabilið vel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson. Vísir/Getty

Rúnar Alex Rúnarsson og félagar hans í Nordsjælland byrja vel á nýju tímabili í dönsku úrvalsdeildinni. Tvö Íslendingalið þurftu aftur á móti að sætta sig við tap í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Nordsjælland vann 2-1 sigur á OB í kvöld þegar liðin mættust á heimavelli OB í Óðinsvéum.

Rúnar Alex Rúnarsson var í marki Nordsjælland og fékk á sig jöfnunarmark eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik.

Ernest Asante kom Nordsjælland í 1-0 á 22. mínútu en Anders K. Jacobsen jafnaði fyrir OB á 55. mínútu. Karlo Bartolec skoraði síðan sigurmarkið á 67. mínútu.

Íslendingarnir þrír í Hammarby, Ögmundur Kristinsson, Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason, spiluðu allan leikinn þegar Hammarby tapaði 3-0 á útivelli á móti Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Árni Vilhjálmsson lék fyrstu 55 mínúturnar þegar Jönköping tapaði 1-0 á heimavelli á móti Häcken.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira