Fótbolti

Rúnar Alex og félagar byrja tímabilið vel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson. Vísir/Getty
Rúnar Alex Rúnarsson og félagar hans í Nordsjælland byrja vel á nýju tímabili í dönsku úrvalsdeildinni. Tvö Íslendingalið þurftu aftur á móti að sætta sig við tap í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Nordsjælland vann 2-1 sigur á OB í kvöld þegar liðin mættust á heimavelli OB í Óðinsvéum.

Rúnar Alex Rúnarsson var í marki Nordsjælland og fékk á sig jöfnunarmark eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik.

Ernest Asante kom Nordsjælland í 1-0 á 22. mínútu en Anders K. Jacobsen jafnaði fyrir OB á 55. mínútu. Karlo Bartolec skoraði síðan sigurmarkið á 67. mínútu.

Íslendingarnir þrír í Hammarby, Ögmundur Kristinsson, Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason, spiluðu allan leikinn þegar Hammarby tapaði 3-0 á útivelli á móti Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Árni Vilhjálmsson lék fyrstu 55 mínúturnar þegar Jönköping tapaði 1-0 á heimavelli á móti Häcken.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×