Lífið

Sjáðu hvað fær hjarta Harry Styles til að slá hraðar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Harry Styles hélt ró sinni þegar honum var sýnd mynd af leikstjóra myndarinnar Dunkirk, Christopher Nolan.
Harry Styles hélt ró sinni þegar honum var sýnd mynd af leikstjóra myndarinnar Dunkirk, Christopher Nolan. Skjáskot
Hjarta söngvarans Harry Styles sló ört í útvarpsviðtali við BBC Radio One í morgun. Styles var tengdur við hjartalínurit og honum sýndar myndir af fólki og hlutum, sem ætlað var að koma hjartslættinum á flug.

Fyrrum One Direction-stjarnan var gestur útvarpsmannsins Nick Grimshaw á BBC Radio One en þeim er vel til vina. Grimshaw lét tengja Styles við hjartalínurit og leyfði áheyrendum að fylgjast með því hvaða áhrif ýmsar myndir hefðu á hjartslátt söngvarans.

Grimshaw sýndi Styles meðal annars mynd af Zayn Malik, sem yfirgaf One Direction fyrstur eins og frægt er orðið, og ein myndin sýndi Styles sjálfan íklæddan heldur ljótum, fjólubláum skóm.

Harry Styles fer með hlutverk í stórmyndinni Dunkirk í leikstjórn Christopher Nolan en Íslendingar geta barið söngvarann augum á hvíta tjaldinu þann 19. júlí næstkomandi.

Hér að neðan er hægt að sjá hvaða mynd fékk hjarta hjartaknúsarans til að taka stökkið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×