Enski boltinn

Lukaku opnaði markareikninginn í sigri á Real Salt Lake

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lukaku skorar sitt fyrsta mark fyrir Manchester United.
Lukaku skorar sitt fyrsta mark fyrir Manchester United. vísir/getty
Romelu Lukaku skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United þegar liðið vann 2-1 sigur á Real Salt Lake í æfingaleik í nótt.

Öll þrjú mörkin komu í fyrri hálfleik. Luis Silva kom bandaríska liðinu yfir á 20. mínútu en níu mínútum síðar jafnaði Henrikh Mkhitaryan metin. Armeninn skoraði einnig í 5-2 sigrinum á Los Angeles Galaxy aðfaranótt laugardags.

Á 38. mínútu var svo komið að Lukaku. Belginn skoraði þá sitt fyrsta mark fyrir United eftir sendingu frá Mkhitaryan.

José Mourinho, knattspyrnustjóri United, gerði 11 breytingar á liði sínu í hálfleik.

United lék manni færri síðasta hálftímann eftir að Antonio Valencia fékk að líta rauða spjaldið við litla hrifningu Mourinhos.

Þrátt fyrir liðsmuninn hélt United út og fagnaði sigri.


Tengdar fréttir

Rashford minnti á sig í öruggum sigri Manchester United

Marcus Rashford minnti á sig í umræðunni um framherja Manchester United á næsta ári með tveimur mörkum í öruggum 5-2 sigri á LA Galaxy í fyrsta leik undirbúningstímabilsins en Lukaku og Lindelof fengu eldskírn sína í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×