Fótbolti

Stelpurnar spila í hvítu og dómarinn frá Ítalíu

Kolbeinn Tumi Daðason í Tilburg skrifar
Hallbera Guðný Gísladóttir í hvítri landsliðstreyju í leik á móti Japan á EM í sumar.
Hallbera Guðný Gísladóttir í hvítri landsliðstreyju í leik á móti Japan á EM í sumar. Vísir/Getty

Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu mætir bláklæddum Frökkum í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Tilburg í kvöld. Okkar konur munu klæðast varabúningum sínum, þeim hvítu.

Klukkan 16 að íslenskum tíma mætast Sviss og Austurríki í fyrsta leik C-riðils. Tæpum þremur tímum síðar verður flautað til leiks í Tilburg. Von er á tæplega 5000 áhorfendum á leikvanginn sem tekur rétt tæplega fimmtán þúsund áhorfendur í sæti.

Notast er við #FRAISL á samfélagsmiðlum í tengslum við leikinn. Frakkland og Ísland hafa mæst níu sinnum á knattspyrnuvellinu. Frakkar unnið sjö leiki, eitt jafntefli og einu sinni vann Ísland, á Laugardalsvelli þann 16. júní 2007. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði markið. Markatalan í leikjunum níu er 19-6 Frökkum í vil.

Dómari í kvöld er Carina Vitulano frá Ítalíu og henni til halds og trausts á hliðarlínunni eru Lucia Abruzzese frá Ítalíu og Sveltana Bilic frá Serbíu.

Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.