Fótbolti

Stelpurnar spila í hvítu og dómarinn frá Ítalíu

Kolbeinn Tumi Daðason í Tilburg skrifar
Hallbera Guðný Gísladóttir í hvítri landsliðstreyju í leik á móti Japan á EM í sumar.
Hallbera Guðný Gísladóttir í hvítri landsliðstreyju í leik á móti Japan á EM í sumar. Vísir/Getty
Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu mætir bláklæddum Frökkum í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Tilburg í kvöld. Okkar konur munu klæðast varabúningum sínum, þeim hvítu.

Klukkan 16 að íslenskum tíma mætast Sviss og Austurríki í fyrsta leik C-riðils. Tæpum þremur tímum síðar verður flautað til leiks í Tilburg. Von er á tæplega 5000 áhorfendum á leikvanginn sem tekur rétt tæplega fimmtán þúsund áhorfendur í sæti.

Notast er við #FRAISL á samfélagsmiðlum í tengslum við leikinn. Frakkland og Ísland hafa mæst níu sinnum á knattspyrnuvellinu. Frakkar unnið sjö leiki, eitt jafntefli og einu sinni vann Ísland, á Laugardalsvelli þann 16. júní 2007. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði markið. Markatalan í leikjunum níu er 19-6 Frökkum í vil.

Dómari í kvöld er Carina Vitulano frá Ítalíu og henni til halds og trausts á hliðarlínunni eru Lucia Abruzzese frá Ítalíu og Sveltana Bilic frá Serbíu.

Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×