Handbolti

Alsírævintýri strákanna byrjaði á níu marka sigri á Argentínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ýmir Örn Gíslason og Ómar Ingi Magnússon skoruðu sjö mörk saman í dag.
Ýmir Örn Gíslason og Ómar Ingi Magnússon skoruðu sjö mörk saman í dag. Mynd/HSÍ á Instagram
Íslenska 21 árs landsliðið í handbolta vann í kvöld sannfærandi sigur á Argentínu í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni HM U-21 í Alsír.

Íslenska liðið vann leikinn 36-27 eftir að hafa verið 19-12 yfir í hálfleik.

Selfyssingurinn Elvar Örn Jónsson var markahæstur með 9 mörk en Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sjö mörk. Elvar Örn nýtti 9 af 11 skotum en Óðinn skoraði úr 7 af 8 skotum sínum.

Elvar Örn Jónsson og Ómar Ingi Magnússon fengu skráðar á sig flestar stoðsendingar eða þrjár hvor.

Staðan var 4-4 eftir fjögurra mínútna leik en þá komu sex íslensk mörk í röð og eftir það voru íslensku strákarnir með góð tök á leiknum.

Í seinni hálfleik fóru íslensku þjálfararnir að hvíla lykilmenn og spiluðu allir útileikmenn í leiknum.

Eftir 40 mínútna leik var staðan 29-16 og eftir 50 mínútna leik var staðan 29-23. Strákarnir gáfu þó nokkuð í á lokamínútunum, lokatölur 36-27 og frekar þægilegur sigur Íslands staðreynd.

Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir úr leiknum.



 

Næsti leikur íslenska liðsins er strax á morgun klukkan 15.00 á móti Sádi Arabíu.

Mörk Íslands í leiknum:

Elvar Örn Jónsson 9

Óðinn Þór Ríkharðsson 7

Ómar Ingi Magnússon 4/1

Sigtryggur Daði Rúnarsson 3

Ýmir Örn Gíslason 3

Arnar Freyr Arnarsson 2

Elliði Snær Viðarsson 2

Hákon Daði Styrmisson 2

Birkir Benediktsson 1

Þorgeir Bjarki Davíðsson 1

Dagur Arnarsson 1

Kristján Örn Kristjánsson 1

Varin skot:

Grétar Ari Guðjónsson 6 (29%)

Viktor Gísli Hallgrímsson 2 (14%)

Hér má sjá tölfræði íslenska liðsins í leiknum.

´




Fleiri fréttir

Sjá meira


×