Enski boltinn

Leipzig hafnaði risatilboði frá Liverpool í Keïta

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Naby Keïta er mjög eftirsóttur eftir frábæra frammistöðu með RB Leipzig á síðasta tímabili.
Naby Keïta er mjög eftirsóttur eftir frábæra frammistöðu með RB Leipzig á síðasta tímabili. vísir/getty
RB Leipzig hafnaði 66 milljóna punda tilboði Liverpool í gíneska miðjumanninn Naby Keïta. The Guardian greinir frá.

Liverpool hefur verið á höttunum eftir Keïta í allt sumar en Leipzig hefur lítinn áhuga á að selja þennan 22 ára öfluga leikmann.

„Við seljum ekki leikmenn bara til að fá peninga. Nýlega fengum við 75 milljóna evra tilboð í Naby Keïta. Ekki séns! Hann er með samning og ætlar að standa við hann. Það myndi senda röng skilaboð að selja hann,“ sagði Dietrich Mateschitz, eigandi Leipzig, í samtali við Sport Bild í dag.

Í ljósi stöðunnar gæti Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, neyðst til að skoða aðra kosti á miðjuna en Keïta.

Liverpool vantar miðjumann en Brasilíumaðurinn reyndi, Lucas Leiva, hefur verið seldur til Lazio.

Andy Robertson, skoskur vinstri bakvörður, er hins vegar væntanlega á leið til Liverpool frá Hull City. Talið er að hann gangist undir læknisskoðun hjá Bítlaborgarliðinu á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×