Nýjasta herferð Stellu McCartney mynduð á ruslahaugunum

19. júlí 2017
skrifar

Fatahönnuðurinn Stella McCartney hefur löngum verið þekkt fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum og tjáir sig yfirleitt í gegnum hönnun sína. 

Nýjasta útspilið er að taka upp haust og vetrarherferð sína á ruslahaugunum við Skotlandsstrendur. Ástæðan er einföld - að vekja fólk til umhugsunar um eigið neyslumunstur. „Við verðum að hugsa um það sem við erum að skilja eftir okkur.“

Herferðin hefur vakið athygli og sitt sýnist hverjum, en þetta er án efa áhrifamikil leið hjá Stellu að vekja athygli á mikilvægu málefni. Svo er haust og vertarlínan líka mjög flott. 


The new Winter campaign. Coming soon...

A post shared by Stella McCartney (@stellamccartney) on