Fótbolti

Heimir mætti á æfingu stelpnanna í morgun | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Heimir stjórnaði æfingunni á meðan aðrir voru í viðtölum.
Heimir stjórnaði æfingunni á meðan aðrir voru í viðtölum. vísir/vilhelm
Íslenska kvennalandsliðið æfði í Ermelo í morgun.

Stelpurnar töpuðu 1-0 fyrir Frakklandi í Tilburg í gær. Þrátt fyrir sárt tap voru þær brattar þegar þær ræddu við fjölmiðla fyrir æfinguna.

Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, var mættur út á æfingavöll og stjórnaði æfingunni á meðan aðrir voru í viðtölum. Heimir er einn af njósnurum Freys Alexanderssonar á mótinu.

Íslenska liðið býr sig undir leikinn gegn Sviss á laugardaginn. Bæði lið eru án stiga eftir töp í 1. umferð riðlakeppninnar.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á æfingavellinum í Ermelo í morgun og tók þessar skemmtilegu myndir hér að neðan.

Akureyringarnir Sandra María Jessen og Arna Sif Ásgrímsdóttir gantast.vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
Markverðirnir fengu sérstaka meðhöndlun hjá Ólafi Péturssyni markvarðaþjálfara.vísir/vilhelm
Ekki liggur fyrir hvað verið var að æfa þarna.vísir/vilhelm

Tengdar fréttir

Fimm mínútum frá fullkomnun

Stelpurnar okkar voru aðeins fimm mínútum frá því að ná frábærum úrslitum á móti einu besta liði heims í fyrsta leik liðsins á EM 2017. Umdeildur vítaspyrnudómur gerði út um vonir stelpnanna sem sýndu að þær eru meira en tilbúnar í þetta mót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×