Enski boltinn

Liverpool tryggði sér úrslitaleik á móti Leicester | Solanke skoraði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dominic Solanke fagnar markinu sínu í dag.
Dominic Solanke fagnar markinu sínu í dag. Vísir/Getty
Liverpool er komið í úrslitaleikinn á æfingamótinu í Hong Kong eftir 2-0 sigur á Crystal Palace í undanúrslitaleiknum í dag.

Hinn 19 ára gamli Dominic Solanke skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið þegar hann kom Liverpool í 1-0 á 62. mínútu leiksins með flottu skoti eftir sendingu frá Divock Origi.

Solanke, sem varð heimsmeistari með 20 ára liði Englendinga í sumar, kom til Liverpool frá Chelsea og er þegar farinn að minna á sig.

Divock Origi bætti síðan öðru marki við á 80. mínútu eftir að boltinn barst til hans eftir misheppnað skot Philippe Coutinho og fyrirgjöf frá James Milner.

Leicester City komst í úrslitaleikinn eftir sigur á West Bromwich Albion í vítakeppni. West Bromwich og Crystal Palace spila því um þriðja sætið á mótinu.

Úrslitaleikur Liverpool og Leicester City fer fram í Hong Kong á laugardaginn.

Þetta var þriðji æfingaleikur Liverpool á undirbúningstímabilinu en fyrsti leikur liðsins í Asíuferðinni. Liverpool hafði áður unnið 4-0 sigur á Tranmere Rovers og gert 1-1 jafntefli við Wigan Athletic.

Dominic Solanke skorar hér markið sitt.Vísir/Getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×