Körfubolti

Kveðjum frá samböndum í Evrópu og FIBA rignir inn til Hannesar eftir árangur 20 ára liðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Strákarnir í íslenska 20 ára landsliðinu í körfubolta.
Strákarnir í íslenska 20 ára landsliðinu í körfubolta. Mynd/KKÍ
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er staddur út í Grikklandi með fjölskyldu sinni þar sem hann fylgist með Evrópumóti tuttugu ára landsliða. Hannes fær því sögulegt mót fyrir íslenskan körfubolta beint í æð.

Íslenska landsliðið er að taka þátt í A-deild á EM U20 í fyrsta sinn og komst fyrr í dag í átta liða úrslit þar sem íslensku strákarnir mæta Ísrael á morgun.  Leikurinn verður klukkan 11.30 á morgun.

Hannes segir frá því á Fésbókinni í kvöld að hann hafi fengið mikil viðbrögð frá alþjóðlegu körfuboltahreyfingunni eftir frábæran árangur íslenska liðsins á þessu móti.

„Þetta er alveg hreint gargandi snilld að við séum komin með lið í 8-liða úrslit á EM. Þetta er svo glæsilegur árangur að ég held það geri sér ekki allir grein fyrir hversu stórt afrek þetta er,“ skrifar Hannes og bætir við:

„Til marks um hversu stórt þetta er að þá hef ég fengið kveðjur frá allmörgum félaga minna og vina í öðrum körfuboltasamböndum í Evrópu og FIBA sem óska okkur til hamingju með þetta áfrek. Það sem ég er stoltur og glaður yfir þessum árangri. Fyrsta markmiðinu er náð en það var að halda þessu sæti okkar í A-deild,“ skrifar Hannes og óskar íslenskum körfubolta til hamingju.


Tengdar fréttir

NBA-njósnararnir farnir að fylgjast vel með Tryggva

Íslensku strákarnir í tuttugu ára landsliðinu eru að gera frábæra hluti á Evrópumóti U20 í Grikklandi og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum í dag með sannfærandi sigri á Svíum.

Naumt tap gegn Frökkum

U20 ára landslið Íslands í körfubolta töpuðu gegn því franska, 50-58 í fyrsta leik liðsins í A-deildinni á Evrópumóti U20 landsliða sem fer fram í Grikklandi.

Tryggvi öflugur í fyrsta sigri strákanna

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann góðan sigur á Svartfjallalandi, 50-60, í B-riðli A-deildar Evrópumótsins á Krít í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×