Íslenski boltinn

Tryggvi Guðmundsson orðinn Kórdrengur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi Guðmundsson í leik með ÍBV á sínum tíma.
Tryggvi Guðmundsson í leik með ÍBV á sínum tíma. Vísir/Stefán
Tryggvi Guðmundsson, markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi, er ekki búinn að leggja skóna sína á hilluna.

Tryggvi er búinn að finna sér nýtt lið en hann hefur skipt yfir í Kórdrengi í 4. deildinni. Hann staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í gærkvöldi.

Tryggvi spilaði síðast með KFS þar af einn bikarleik í sumar. Hann hefur ekki spilað með liðinu í 3. deildinni.

„Ég ákvað að fara í Kórdrengina af því að þeir eiga góða möguleika á sæti í úrslitakeppninni eftir mikilvægan sigur í gær. Það eru margir góðir leikmenn í hópnum þarna," sagði Tryggvi við Fótbolta.net.

„Planið var að spila með KFS í sumar. Það eru tvær ástæður fyrir því að ég hef ekki gert það. Það er mikið að gera í vinnunni og erfitt að komast í leikina. Það sem er líka mikilvægara er að eftir að samstarf ÍBV og KFS varð betra en það hefur verið þá fannst mér rétt að stíga til hliðar og leyfa ungum ÍBV strákum að fá sviðið frekar en að ég, gamli kallinn, væri að spila þessa leiki," sagði Tryggvi við Fótbolta.net.

Tryggvi Guðmundsson hefur skorað 160 mörk í deildarkeppni á Íslandi þar af 131 af þeim í efstu deild. Tryggvi lék síðasta í Pepsi-deildinni sumarið 2013 en hann heldur upp 43 ára afmælið sitt í lok mánaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×