Erlent

Bæta heilsu karla í Köben

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Einstæðum körlum í Kaupmannahöfn er kennt að elda hollan mat.
Einstæðum körlum í Kaupmannahöfn er kennt að elda hollan mat. vísir/getty
Stór hópur karla í Kaupmannahöfn á á hættu að fá áunna sykursýki. Þess vegna hafa borgaryfirvöld hrundið af stað verkefnum til að vekja athygli á bættri heilsu.

Eitt verkefnanna er „Karlar í Kaupmannahöfn“ sem staðið hefur í tæpt ár. Markhópurinn er atvinnulausir einhleypir karlar yfir fertugu sem almennt hugsa lítið um heilsuna. Haft var samband við þá á krám og í almenningsgörðum og hengdar upp auglýsingar. Samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins hefur átakið gengið vel þar sem óbreyttir borgarar í hverfum karlanna hafa kennt þeim að gera skynsamleg innkaup og elda hollan mat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×