Erlent

Nevada orðið fimmta ríkið sem leyfir maríjúana

Þau ríki í Bandaríkjunum þar sem sala marijúana er nú leyfð eru Nevada, Colorado, Oregon, Washington og Alaska.
Þau ríki í Bandaríkjunum þar sem sala marijúana er nú leyfð eru Nevada, Colorado, Oregon, Washington og Alaska. Vísir/AFP
Nevada er nú orðið fimmta ríki Bandaríkjanna sem leyfir sölu marijúana. Salan hófst á laugardaginn og mynduðust langar raðir á sölustöðum í Las Vegas, þar sem bæði heimamenn og ferðamenn fögnuðu. Búist er við því að markaðurinn í Nevada verði stærri en annars staðar í Bandaríkjunum þar sem milljónir manna sækja ríkið, og þá sérstaklega Las Vegas, heim á ári hverju.

Samkvæmt frétt NBC má hver einstaklingur sem er 21 árs, eða eldri kaupa allt að eina únsu af marijúana. Það eru rúm 28 grömm. Alls hafa 44 sölustaðir verið opnaðir í Nevada og þar af eru 39 í Las Vegas.

Búist er við því að ferðamenn kaupi nærri því tvo þriðju af því marijúana sem selt verður í Nevada. Um 42 milljónir ferðamanna fara til Las Vegas á ári hverju. Notkun efnanna er þó eingöngu leyfileg inn á heimilum og ekki á almannafæri. Þar undir falla hótel og spilavíti og er há sekt við neyslu efnisins á almannafæri, eða allt að 600 dalir. Það samsvarar rúmum 60 þúsund krónum.

Þau ríki í Bandaríkjunum þar sem sala marijúana er nú leyfð eru NevadaColoradoOregonWashington og Alaska




Fleiri fréttir

Sjá meira


×