Íslenski boltinn

Sá markahæsti sagði landsliðskonu vera heilalausa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sandra María Jessen og Andri Rúnar Bjarnason.
Sandra María Jessen og Andri Rúnar Bjarnason. vísir/eyþór & andri
Markahæsti leikmaður Pepsi-deildar karla, Grindvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason, missti sig aðeins á Twitter í dag eftir leik Breiðabliks og Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna.

Andri gagnrýndi Söndru Maríu Jessen, framherja Þórs/KA, fyrir að „læka“ tíst þar sem gagnrýnt er að markvörður Þórs/KA hafi ekki verið valin í landsliðið heldur hafi markvörður Breiðabliks verið valin. Sandra er í landsliðinu rétt eins og markvörður Blika.

„Frábært hjá Söndru Jessen að læka þetta tweet. Verandi sjálf í hópnum með Sonný. #heilalaus“ skrifaði Andri Rúnar á Twitter og Sandra svaraði honum.

Tístið umtalaða.
„Báðir frábærir markmenn sem eiga skilið að vera í hópnum. Ætla ekki að taka neitt af Sonný,“ svaraði Sandra.

Andri viðurkenndi síðar í kvöld að hafa gengið of langt er hann kallaði Söndru heilalausa. Hann hefur nú eytt tístinu.

Markahrókurinn gerði svo gott betur með því að biðjast afsökunar á þessu orðalagi. Hann viðurkenndi að hafa farið yfir strikið með því.

Unnusta Andra, Rakel Hönnudóttir, spilar með Blikum en Blikar urðu að sætta sig við sárt tap gegn Þór/KA fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×