Innlent

Fjörutíu þúsund króna sekt fyrir að nota síma undir stýri

Langflestir telja það hættuspil að fikta í símanum undir stýri.
Langflestir telja það hættuspil að fikta í símanum undir stýri. Vísir/EPA

Sektir fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar undir stýri hækka áttfalt samkvæmt tillögu ríkissaksóknara. Ökumenn sem verða gripnir við að nota símann þegar þeir keyra þurfa þá að greiða 40.000 krónur í sekt samkvæmt frétt Mbl.is.

Alls voru 433 ökumenn teknir fyrir að nota farsíma undir stýri án handfrjáls búnaðar árið 2016. Árið 2015 voru 308 teknir.

Í skýrslu sem gerð var af Samgöngustofu árið 2016 um aksturshegðun almennings má sjá að meirihluti eða 85 prósent telja stórhættulegt, mjög hættulegt eða frekar hættulegt að nota síma undir stýri án handfrjáls búnaðar.

Sjá einnnig: Sektir vegna notkunar farsíma undir stýri hækka verulega

Þá telja 72 prósent stórhættulegt að senda skilaboð á borð við SMS, Snapchat eða Messenger undir stýri og 75 prósent segja það stórhættulegt að hanga á samfélagsmiðlum.
Haft var eftir Einari Magnúsi Magnússyni, sérfræðingi á öryggis- og fræðslusviði Samgöngustofu, á Vísi fyrr í dag að alvarleg slys, jafnvel banaslys, hafi verið rakin til farsímanotkunar ökumanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.