Innlent

Rúmlega þriðjungur styður ríkisstjórnina

Kjartan Kjartansson skrifar
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar hefur átt undir högg að sækja í skoðanakönnun allt frá myndun.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar hefur átt undir högg að sækja í skoðanakönnun allt frá myndun. Vísir/Ernir

Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 37% aðspurðra í nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem Ríkisútvarpið greindi frá í kvöld. Vinstri græn tapar þremur prósentustigum á milli kannana en ekki eru marktækar breytingar á fylgi annarra flokka.

Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi í könnuninni. Hann mælist með 27,5% fylgi, tæpum tveimur prósentustigum meira en í síðustu könnun fyrir mánuði. Munurinn er innan vikmarka könnunarinnar.

Vinstri græn hafa verið næststærsti flokkur landsins í skoðanakönnunum undanfarið. Flokkurinn dalar í könnun Gallup og mælist nú með 21,5%. Það er þremur prósentustigum minna en fyrir mánuði.

Píratar mælast með rétt um 14%, Viðreisn með 5,6% og Björt framtíð með 3,3%.

Tæplega fimmtungur vill ekki taka afstöðu eða ætlar að skila auðu
Ríkisstjórnarflokkarnir þrír mælast saman með 36,5% fylgi. Sama hlutfall svarenda segist styðja stjórnina.

Rúmlega 10% vildu ekki taka afstöðu eða neituðu að gefa hana upp og nær 9% svarenda sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.