Fótbolti

Cazorla frá vegna meiðsla meirihluta næsta tímabils

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Cazorla í leiknum örlagaríka gegn Ludogorets.
Cazorla í leiknum örlagaríka gegn Ludogorets. vísir/getty
Arsenal gæti verið án Santi Cazorla þangað til í apríl 2018, eftir því sem breska blaðið Express greinir frá í dag.

Miðjumaðurinn meiddist í 6-0 sigri Arsenal á Ludogorets í október og hefur ekki spilað fyrir liðið síðan. Hann hefur þurft að gangast undir margar aðgerðir á ökkla síðan, þá síðustu í gær. 

Fyrst eftir meiðslin var vonast til þess að Cazorla yrði aðeins fjarverandi í þrjár vikur, en sá tími virðist hafa lengst í tvö ár. Stjóri ArsenalArsene Wenger, ákvað að framlengja samninginn við Cazorla í janúar fram til sumars 2018, en ólíklegt þykir að Cazorla muni ná að spila fyrir aðalliðið fyrir þann tíma.

Arsenal hafa komið vel fram við mig. Þeir framlengdu samninginn áður en ég fór í aðgerð og stjórinn kom og talaði við mig til að sjá til þess að mér líði vel. Þetta tímabil var mjög erfitt þar sem ég hef ekkert spilað síðan í nóvember og hef farið átta sinnum í aðgerð,“ sagði Cazorla.

Spánverjin kom til Arsenal frá Malaga árið 2012 fyrir 10 milljónir punda. Hann hefur komið við sögu í 180 leikjum og skorað 29 mörk fyrir Lundúnaliðið.


Tengdar fréttir

Tímabilinu lokið hjá Cazorla

Það hefur nú verið staðfest að miðjumaður Arsenal, Santi Cazorla, mun ekki spila meira á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×