Erlent

Austurríski herinn reiðubúinn að stöðva flóttamenn frá Ítalíu

Atli Ísleifsson skrifar
Samkvæmt nýjum tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa rúmlega 100 þúsund flóttamenn og hælisleitendur komið yfir Miðjarðarhaf og til Evrópu það sem af er ári.
Samkvæmt nýjum tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa rúmlega 100 þúsund flóttamenn og hælisleitendur komið yfir Miðjarðarhaf og til Evrópu það sem af er ári. Vísir/Getty
Austurríski herinn hyggst koma fyrir hermönnum og fjórum brynvörðum bílum í Brennerskarðinu á landamærum Austurríkis og Ítalíu til að geta brugðist við ef flóttamönnum sem koma til Ítalíu heldur áfram að fjölga.

Hans Peter Doskozil, varnarmálaráðherra landsins, segist búast við að landamæraeftirlit verði tekið upp á næstunni. Alls verði 750 hermönnum komið fyrir í Týrólahéraði til að sinna eftirlitinu.

Austurrísk yfirvöld hafa þegar komið upp eftirliti á landamærum Austurríkis og Ungverjalands en hafa annars farið að reglum Evrópusambandsins um opin landamæri.

Samkvæmt nýjum tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa rúmlega 100 þúsund flóttamenn og hælisleitendur komið yfir Miðjarðarhaf og til Evrópu það sem af er ári. Af þeim hafa rúmlega 85 þúsund manns komið til Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×