Erlent

Segja Sáda helstu stuðningsmenn öfgasinnaðra íslamista í Bretlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Birting skýrslunnar hefur sett þrýsting á bresk stjórnvöld að birta eigin skýrslu um sama efni.
Birting skýrslunnar hefur sett þrýsting á bresk stjórnvöld að birta eigin skýrslu um sama efni. Vísir/Getty
Sádí-Arabar eru helstu stuðningsmenn öfgasinnaðra íslamista í Bretlandi. Þetta er fullyrt í nýrri skýrslu frá The Henry Jackson Society, sem er hópur sérfræðinga í utanríkismálum.

Í skýrslunni sem kemur út í dag er sagt að augljós tengsl séu á milli íslamista í Bretlandi og Sádí-Arabíu og annarra arabaríkja í gegnum fjárframlög ríkjanna, sem fari jafnvel vaxandi.

Sendiráð Sádí-Arabíu í Bretlandi hefur þegar fordæmt skýrsluna og sagt hana ranga.

Birting skýrslunnar hefur sett þrýsting á yfirvöld í Bretlandi að klára gerð eigin skýrslu um sama efni sem David Cameron, þáverandi forsætisráðherra, lofaði að gera 2015.

Sú skýrsla er ekki tilbúin og telja margir að hún muni aldrei líta dagsins ljós, enda séu hagsmunir Breta í Sádí-Arabíu of miklir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×