Enski boltinn

Flottustu og ljótustu búningarnir í ensku úrvalsdeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nýr búningur Liverpool fær góða umsögn og einkunn hjá álitsgjafa Daily Mail.
Nýr búningur Liverpool fær góða umsögn og einkunn hjá álitsgjafa Daily Mail. vísir/getty
Nú þegar rúmur mánuður er þangað til keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst á nýjan leik hafa öll 20 liðin frumsýnt nýja búninga fyrir næsta tímabil.

Eins og gengur og gerist eru þeir misjafnir eins og þeir eru margir.

Daily Mail hefur gert úttekt á aðalbúningum allra 20 liðanna í ensku úrvalsdeildinni og gefið hverjum þeirra einkunn.

Burnley, Southampton, Liverpool, West Ham og Chelsea og Tottenham fá góða einkunn hjá álitsgjafa Daily Mail.

Búningar nýliða Brighton og Huddersfield þykja ekkert augnakonfekt en verstur er samt búningur Stoke City að mati Daily Mail.

Úttektina má lesa með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Tvö efstu liðin komin í búninga frá Nike

Liðin sem enduðu í tveimur efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, Chelsea og Tottenham, munu bæði spila í búningum frá Nike næsta vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×