Handbolti

Valur kynnir Snorra til leiks á morgun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Snorri Steinn í landsleik.
Snorri Steinn í landsleik. vísir/stefán
Handknattleiksdeild Vals hefur boðað til blaðamannafundar á morgun þar sem tilkynnt verður að Snorri Steinn Guðjónsson sé búinn að semja við sitt uppeldisfélag.

Það hefur Vísir samkvæmt heimildum en það hefur lengi legið í loftinu að Snorri væri á heimleið en hann átti eftir að ganga frá starfslokum við lið sitt í Frakklandi.

Snorri verður væntanlega spilandi þjálfari hjá Valsmönnum og útfærsla á þeim málum verður kynnt á þessum fundi.

Einnig mun Valur væntanlega tilkynna að félagið sé búið að semja við Akureyringinn Árna Þór Sigtryggsson sem einnig er á leið heim úr atvinnumennsku.

Snorri Steinn er 35 ára gamall en er í frábæru formi. Hann fór mikinn í liði Nimes á nýliðinni leiktíð í frönsku úrvalsdeildinni þar sem hann endaði sem níundi markahæsti leikmaður deildarinnar.

Snorri spilaði 257 landsleiki fyrir Ísland á sínum tíma og skoraði í þeim 846 mörk.


Tengdar fréttir

Snorri Steinn væntanlega á heimleið

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá eru yfirgnæfandi líkur á því að Snorri Steinn Guðjónsson spili í Olís-deildinni næsta vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×