Körfubolti

Facebook ætlar að gera raunveruleikaþætti um Ball-fjölskylduna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LaVar faðmar Lonzo eftir að sonurinn var valinn af Lakers.
LaVar faðmar Lonzo eftir að sonurinn var valinn af Lakers. vísir/getty
Athyglissjúki körfuboltapabbinn LaVar Ball er búinn að landa samningi um raunveruleikaþátt um sig og fjölskyldu sína. Það gerði hann við Facebook.

Facebook ætlar að framleiða nokkra þætti um Ball-fjölskylduna en ekki liggur fyrir hversu margir þættirnir verða.

Ball er yfirlýsingaglaður maður og hefur meira og minna gert alla í kringum NBA-deildina brjálaða. Fólk elskar að hata hann en virðist ekki fá nóg af honum og les um allt sem hann gerir. Skal því engan undra að honum detti ekki til hugar að halda kjafti.

Elsti sonur Ball, Lonzo, var valinn af LA Lakers númer tvö í nýliðavalinu á dögunum og LaVar á tvo yngri syni sem eru einnig efnilegir íþróttamenn.

Kallinn er líka búinn að stofna sitt eigið vörumerki, Big Baller Brand, og er þegar farinn að selja rándýra skó. Verðið á þeim var gagnrýnt en LaVar sagði að þeir ættu að vera dýrir enda bara fyrir alvöru menn.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×