Kate Moss og Naomi Campbell nýir ritstjórar hjá Vogue

06. júlí 2017
skrifar

Fyrirsæturnar Kate Moss og Naomi Campbell eru nýir ritstjórar hjá breska Vogue og munu bera titilinn contributing editor hjá tískubiblíunni framvegis.

Þetta tilkynnti nýr ritstjóri breska Vogue, Edward Enniful, á Instagram í dag en einnig verða þau Grace Goddington og Steve McQueen contributing editors hjá breska tímaritinu.

Það verður að að segjast að um þrusuteymi er að ræða og verður forvitnilegt að sjá hvaða stefnu tímaritið mun taka hjá nýju teymi.