Viðskipti innlent

Hlutabréfaverð Icelandair hækkar um fimm prósent

Hörður Ægisson skrifar
Farþegum Icelandair fjölgaði um 11 prósent í júní.
Farþegum Icelandair fjölgaði um 11 prósent í júní. vísr/vilhelm
Gengi bréfa Icelandair Group hefur hækkað um rúmlega fimm prósent í 600 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í morgun.

Hækkunin kemur í kjölfar þess að félagið sendi frá tilkynningu í gærkvöldi um að Icelandair hafi flutt 488 þúsund farþega í júní og fjölgaði þeim um 11 prósent á milli ára. Þá nam framboðsaukning frá fyrra ári 11 prósent og sætanýting var 85,4 prósent samanborið við 83,7 prósent á sama tíma 2016.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um liðlega 1,5 prósent það sem af er degi og þannig hefur gengið bréfa Marels meðal annars hækkað um rúmlega 1,6 prósent í 720 milljóna króna viðskiptum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×