Golf

Ólafía: Dómararnir fóru að ýta á eftir okkur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór vel af stað LPGA-móti sem hófst í Wisconsin í gær.

Okkar kona lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari. Hún endaði daginn í hópi 20 efstu kylfinganna og verður áhugavert að sjá hvað hún gerir í kvöld.

„Ég var að spila og pútta mjög vel. Ég var komin í gott flæði en svo lentum við í því að dómararnir voru farnir að ýta svolítið á eftir okkur. Þá datt ég aðeins úr flæðinu en spilaði samt vel áfram,“ sagði Ólafía.

„Það er alltaf gott að byrja vel og ég ætla að reyna að halda áfram á sömu braut.“

Ólafía fer af stað klukkan 19.00 í kvöld en sýnt verður beint frá mótinu klukkan 22.00 á Golfstöðinni.

Hér að neðan má sjá hversu kát hún var með hringinn í gær en viðtal við hana má sjá að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×